Flestir Eyjamenn vonuðu að veturinn væri að baki og framundan væri betri tíð með blóm í haga. �?að verður einhver bið á sumrinu því nú er snjór yfir öllu. Í nótt eða snemma í morgun byrjaði að snjóa og er ennþá nokkur snjómugga.
Veðurstofan spáir austan og norðaustan 5-13 m/s á Suðurlandi. �?að verður dálítil snjókoma við ströndina, en þurrt í uppsveitum. Hægari vindur á morgun og víða snjómugga síðdegis. Hiti rétt yfir frostmarki að deginum, en frost að 8 stigum að næturlagi.