�?yrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, þurfti að nauðlenda í �?ykkvabæ fyrir skömmu eftir að reykur kom upp í henni. �?yrlan var að flytja sjúkling frá Vestmannaeyjum er atvikið átti sér stað.
Nauðlendingin tókst vel samkvæmt heimildum mbl.is og enginn slasaðist. Sjúkrabíll var svo fenginn til að flytja sjúklinginn. Lögregla er einnig komin á vettvang í �?ykkvabæ. Kalla þurfti út þyrlu til að flytja sjúklinginn frá Eyjum þar sem ekki var hægt að senda hann með flugvél. Töluvert hefur snjóað í Eyjum í dag. Kalla þurfti svo út aðra þyrlu til að sinna útkalli á Vestfjörðum.