Tuttugu mínútur í tíu í kvöld héldu Stóri �?rn og Jötunn, Rib safari bátarnir út úr Vestmannaeyjahöfn og stefnan var tekin til Landeyjahafnar. Um borð í bátunum voru tólf manns sem ætluðu að taka á móti nýjasta Rib safari bátnum, �?lduljón.
�?lduljón er alveg nýr harðbotna bátur og lagði hann af stað úr Reykjavík seinnipartinn í dag og sigldi með ströndinni til Landeyjahafnar, þar sem mótttöku bátarnir biðu hans. Frá Landeyjahöfn var siglt til Eyja og �?lduljón sigldi inn í höfnina hér kl. hálf ellefu, ljósum prýtt og glæsilegt í alla staði. Við óskum eigendum og starfsfólki Rib safari innilega til hamingju með þessa glæsilegu viðbót!