ÍBV vann Lengjubikar kvenna í ár eftir sigur í úrslitaleik gegn sterku liði Breiðablik. Close Lacasse, Lisa Marie Woods og Rebekah Bass komu Eyjakonum í þriggja marka forystu á fyrsta fjórðungi leiksins en Andrea Rán Hauksdóttir minnkaði muninn skömmu síðar. Gestirnir frá Kópavogi reyndu að minnka muninn frekar en það hafðist ekki fyrr en Andrea Rán bætti öðru marki sínu við á 85.mínútu, en það reyndist of lítið of seint og er ÍBV Lengjubikarmeistari 2016. Við óskum stelpunum okkar innilega til hamingju með titilinn.