�?að verður glatt á hjalla í Einarsstofu á morgun, uppstigningadag þar sem valinkunnið Eyjafólk mun rifja upp gömlu góðu dagana í Eyjum og segja frá athyglisverðu fólki sem hér bjó. Er þetta framhald af dagskránni, Með Eyjar í hjarta og hjartað í Eyjum þar sem Einar Gylfi Jónsson, �?uríður Bernódusdóttir og Jón Berg Halldórsson sögðu frá árunum í Eyjum og fleiru. �?að var mikið hlegið og líka tregi og ekki er að sjá að dagskráin verði síðri á morgun. Einar Gylfi segir að kveikjan að Eyjahjartanu hafi verið Gatan mín, þar sem fólk sem bjó við götur sem fóru undir hraun í gosinu sagði frá lífinu þar. �??�?að vakti svo mikla athygli að ákveðið var að halda áfram. Og hvað er betra en að tala við jákvæða Eyjamenn,�?? segir Einar Gylfi og á þar við stundina góðu í Einarsstofu á síðasta ári. Stefnan er að vera með þrjá viðburði á ári og ætlunin er að fá þrjá þjóðþekkta Íslendinga til að segja frá dvöl sinni í Vestmannaeyjum næsta haust. �?að er hörkulið sem mætir á morgun. Atli Ásmundsson, Atli greifi sem hefur verið duglegur að vísitera Eyjarnar undanfarin ár, nefnir erindi sitt, Með Eyjar í hjarta og hjartað í Eyjum. Ingibjörg �?órðardóttir, Inga �?órðar rakara sem nefnir sitt erindi, Mannlífið á rakarastofunni og nágrenni. �??Inga ætlar að segja frá lífinu á rakarastofunni hjá pabba sínum og nágrenni. �?angað komu margir sem ekki áttu í mörg hús að venda og stofan var heimur út af fyrir sig,�?? segir Einar Gylfi. Einar Magnús Magnússon, frændi Gvendar Bö sem margir Eyjamenn þekkja sem komnir eru yfir miðjan aldur segir frá frænda sínum, Sigga Bö sem ekki passaði inn í samfélagið í Eyjum. Einar Magnús lýsir því frá sjónarhóli Sigga.
Birgir Baldvinsson, Biggi Bald og Jón Bernódusson, Nonni í Borgarhól kalla sinn hluta í dagskránni, Bítlakynslóðin �?? Bítlaæðið. �??�?eir eru fæddir 1952 og eru að skríða inn í unglingsárin þegar Bítlaæðið er í hámarki. Bítlarnir og fleira góðar hljómsveitir skipuðu stóran sess á þessum árum og verður gaman að heyra hvernig þeir upplifðu þetta tímabil.�??
Og það er ekki slegið af. �??�?að er pípunum að fá menn sem í dag eru þjóðþekktir en fór ekki eins mikið fyrir þegar þeir voru á sínum yngri árum í Eyjum. �?etta eru Bubbi Mortens, Egill Helgason og Guðmundur Andri Thorsson og er stefnt að því að þeir mæti níunda október í haust,�?? sagði Einar Gylfi sem sagðist því miður ekki eiga kost á að mæta á uppstigningadag.
Dagskráin hefst klukkan tvö á morgun og verður um hálfur annar klukkutími.