Fyrirtækið Medilync var á dögunum tilnefnt til verðlauna á Nordic Startup Awards, sem er ein stærsta nýsköpunar keppnin á norðurlöndunum. Fyrirtækið var tilnefnt í flokknum �??Best IoT Startup�?? og gerði sér lítið fyrir og hreppti þau verðlaun. �?á fékk fyrirtækið einnig verðlaunin People�??s choice award en það er fyrir flest atkvæði í almennri kosningu sem fram fór á netinu. Medilync ehf var stofnað árið 2012 af þeim Guðmundi Jóni Halldórssyni og Eyjamönnunum Jóhanni Sigurði �?órarinssyni og Sigurjóni Lýðssyni. Medilync vinnur nú hörðum höndum að nýrri lausn fyrir meðhöndlun á sykursýki og er fyrirtækið í fjármögnunarferli og því nóg að snúast. Við heyrðum í Eyjapeyjanum Sigurjóni, einum af stofnendum Medilync í eftir verðlaunaafhendinguna. �??�?etta er gríðar mikil viðurkenning fyrir okkur strákana því að fjárfestar og aðrir sem gætu viljað í samstarf með okkur eru að fylgjast með keppnum sem þessari. �?að skemmir ekki fyrir að fá einnig verðlaun sem vinsælasta fyrirtækið en þeir sem kusu okkur eiga allan heiðurinn að þeim verðlaunum. En almenningur virðist skilja þá þörf sem við erum að leysa. Sykursýki er alvarlegur sjúkdómur og tækni eins og okkar getur einfaldað líf þessara einstaklinga umtalsvert. Ekki síður þeirra aðstandendum. Næst á dagskrá hjá okkur er loka keppni Nordic Startup Awards en það má segja að við séum íslandsmeistarar en keppnin leggst afar vel í okkur. �?arna verða fjárfestar frá ýmsum löndum og því erum við afar spenntir. �?að er óskandi að einhver fjárfestir taki eftir því sem við erum að gera og hefur áhuga að vinna að þessari lausn með okkur, það er stefnan. Að lokum langar mig að benda á að önnur netkosning fer í gang 4. Maí en þá er aftur hægt að leggja okkur lið en við munum án efa minna á það þegar fer af stað.�?? Lokakeppni Nordic Startup Awards verður haldið í Hörpu, þriðjudaginn 31.maí og verður því spennandi að fylgjast með hvernig Medilync gengur á úrslitakvöldinu.
Hægt er að kjósa Medilync
hér.