ÍBV varð í dag Íslandsmeistarar 3. fl karla þegar liðið sigraði FH 35-34 í hörkuspennandi framlengdum leik. Ágúst Emil Grétarsson, leikmaður ÍBV var valinn maður leiksins en hann átti stórleik og skoraði 8 mörk. Við óskum þessum flottu eyjapeyjum innilega til hamingju með titilinn.