Næsta Alzheimer kaffi verður þriðjudaginn 10.maí kl 17:00 í Kviku, húsnæði Félags eldri borgara á efstu hæð. Sally Magnusson verður gestur fundarins.
Sally skrifaði bókina �??Handan minninganna�?? sem kom hún út 2014.
Í formála segir hún �??þetta er bók um heilabilun almennt og hvaða augum samfélagið lítur á viðkvæmustu þegna sína og hve brýnt er að breyta því�??.
Sally Magnusson hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir blaðamennsku og útvarpsþáttagerð og starfað sem fréttaþulur hjá BBC í mörg ár. Hún er dóttir hinnar vinsælu blaðakonu Mamie Baird og íslenska sjónvarpsmannsins góðkunna, Magnúsar Magnusson, sem flutti barnungur til Skotlands en hélt ævarandi tryggð við heimahagana.
Bókin er bersögul og áleitin fjölskyldusaga, skrifuð af ást, virðingu og söknuði en leiftrandi húmorinn er aldrei langt undan þrátt fyrir erfiðar kringumstæður.
Athugið �?? það eru allir velkomin sem hafa áhuga fyrir málefninu og langar að fræðast meira um þennan sjúkdóm sem herjar á milljónir manna um allan heim
Erindi hennar verður túlkað á íslensku.
Stjórn Alzheimer -stuðningsfélags