Í byrjun næstu viku (9. �?? 12. maí) verður hafist handa við fræsingu og síðan malbikun á eftirtöldum götum: Flatir frá Hlíðarvegi að Strandvegi, Miðstræti frá Bárustíg að Kirkjuvegi og Vestmannabraut frá Skólavegi að Bárustíg og frá Hóteli Vestmannaeyja að Kirkjuvegi. Í kjölfar fræsingar er áætlað að tjörulímbera og malbika. Brýnt er að engin umferð verði á götunum eftir límburð og í örfáa klukkutíma eftir malbikun. Vonandi gengur þetta vel, en tímasetningar geta raskast. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum og umferðatruflunum sem þessu getur fylgt.