Ragnar Sigurjónsson eða Raggi Sjonna eins og flestir þekkja hann, stuðningsmaður ÍBV mætti með tvær hvítar dúfur á leikinn gegn Fjölni á laugardaginn og sleppti þeim í stúkunni fyrir leik. Hafi þetta átt að hjálpa til við að ÍBV næði í sinn annan sigur í deildinni þá skilaði það ekki tilætluðum árangri því hann þurfti að horfa upp á sína menn tapa leiknum 2-0 en leikið var í Grafarvogi.