Nú líður að lokum skólaársins í Tónlistarskóla Vestmannaeyja. �?essa dagana standa yfir nemendatónleikar fóru þeir fyrstu fram í gær.
Í dag eru það svo tónleikar söngnema sem fara fram í safnaðarheimili Landakirkju kl. 17.00.
Aðrir nemaendatónleikar fara fram í sal Tónlistarskólans kl. 17.30 miðvikudaginn 11. maí, fimmtudaginn 12. maí og föstudaginn 13. maí.
Lokatónleikar og skólaslit verða svo föstudaginn 27. maí.