�?á getum við haldið áfram að monta okkur af þessari stórkostlegu Eyju
10. maí, 2016
Fyrir stuttu síðan fluttist ég heim aftur á Eyjuna fögru eftir nokkurra ára dvöl í Kópavogi. Mér leið alltaf vel í borginni en Eyjan mín togaði alltaf í mig, því hér hefur hjartað mitt slegið frá upphafi og mun líklegast alltaf gera. �?g var ötull talsmaður Heimaeyjar í höfuðborginni og dásamaði hana við alla sem nenntu að hlusta. Fólkið, samheldnin, dugnaðurinn, sagan og hið stórbrotna umhverfi sem í Eyjum er. Flestir voru sammála mér um að fegurðin og náttúran í Eyjum væru með því fallegra sem finnst hér á landi.
Eftir að ég flutti heim hef ég gengið mikið um alla eyjuna, og nýt mín í botn út í náttúrunni og aldrei hef ég kunnað eins mikið að meta alla þá fallegu staði sem við eigum hér, líkt og nú. En þegar kemur að umgengni okkar er margt sem við megum gera betur. �?g mælti mér mót við Stefán �?skar Jónsson, bæjarfulltrúa nú á dögunum og tókum við saman rúnt um eyjuna og ræddum um það sem betur má fara. Stefán situr einnig í umhverfis-og skipulagsráði Vestmannaeyja og því var vel við hæfi að skoða þessi mál með honum. Upphaflega ætlaði ég mér nú að þetta yrði stutt viðtal við Stefán, en þar sem við vorum nú nokkurn veginn á sama máli í þessum bíltúr okkar um hvað megi betur fara ákvað ég að segja mína skoðun á nokkrum svæðum sem mér finnst mega taka veruleg til hendinni hér í bæ.

Hafnarsvæðið og Eiðið
Að mínu mati er hafnarsvæðið hér í Eyjum með því fallegra á landinu. Að standa á bryggjunni og fylgjast með flotanum sigla til veiða eða að landa verðmætum, með Heimaklett í baksýn er stórmögnuð tilfinning. En það hryggir mig mjög, að sjá sum svæðin á bryggjunni. Ef við byrjum á Eiðinu. Eiðið hefur verið fastur viðkomustaður í bíltúrum Eyjamanna í áratugi. �?g heyri þó æ oftar, að fólki er farið að blöskra sjónin sem blasir við þeim þar. �?á kannski sérstaklega frá eldri bæjarbúum. Einn ágætis maður sagði við mig fyrir stuttu að hann væri hreinlega hættur að keyra inn á Eiði þegar hann fer bíltúr með konunni sinni. Hún verði alltaf svo geðvond og reið þegar þau nálgast Eiðið, einfaldlega útaf ungengninni á þessu fallega svæði.
Nýr ruslahaugur
�?g get vel tekið undir það. Maður spyr sig stundum er þetta orðin nýr ruslahaugur í Vestmannaeyjum? Ekki misskilja mig, ég veit að það er margt þarna sem þarf að vera og fylgir fyrirtækjunum í kring. En það skal enginn segja mér að það megi ekki taka til hendinni þarna og fleygja ansi miklu. �?arna er fullt af ryðguðu og handónýtu drasli sem hefur ekki verið hreyft við í fjölda ára og eflaust og verður ekki gert oftar. �?arna er fullt af spýtnadrasli sem ætti hvergi annars staðar heima nema kannski á kofavellinum í Húsey í denn, þar sem krakkarnir smíðuðu glæsilega kofa úr afgangstimbri. Hvernig stendur svo á því að aðkoman að Heimaklett er full af kerrum og vögnum frá flutningafyrirtækjum? Er virkilega ekki hægt að koma þessu annars staðar fyrir en fyrir framan fallegasta kennileiti Vestmannaeyja? Stað þar sem að fjöldinn allur af fólki fer daglega. �?egar komið er svo að svæðinu við Löngu er fullt af nótum, köðlum og drasli. Væri ekki hægt að skipuleggja þetta eitthvað betur, eða jafnvel hægt geyma þetta annars staðar? Mér skilst að það sé margoft búið að bjóða fyrirtækjum sem eiga þetta dót, geymslusvæði uppi á hrauni en flestir kvarti yfir því að það sé svo langt að fara. �?g held að við séum öll sammála um það, að það sé ekkert sem heitir langt að fara í Vestmannaeyjum. �?ó vil ég taka það fram að það eru mörg fyrirtæki á Eiðinu sem eiga hrós skilið fyrir snyrtimennsku og góðan frágang sem ekkert er hægt að setja út á. Eiðið er svo einstaklega fallegt og því mikil synd að sjá það, eins og það er í dag. Er ekki hægt að vinna markvisst í því að gera þetta svæði snyrtilegra, svo hægt sé að fara þarna um án þess að blöskra?

Friðarhafnarsvæðið
�?egar keyrt er svo af Eiðinu á Friðarhafnarsvæðið kemur í ljós fínasta grasflöt þar sem áður voru oft haldin skemmtileg fótboltamót af Framhaldsskólanum. Í dag virðist þetta vera geymsla fyrir iðnaðarfyrirtækin, sem er gott og blessað meðan á framkvæmdum stendur. En hvað er með þessa gáma sem standa þarna ár eftir ár? Eru þeir í notkun? Síðast þegar ég vissi eru gámar vanalega notaðir til þess að senda eitthvað á milli staða en ekki til þess að vera skraut. Vonandi leiðréttir mig einhver ef ég er að fara með rangt mál en ég held að þessir gámar sem standa þarna hafi ekki verið hreyfðir í nokkur ár. �?á veltir maður aftur upp spurningunni, er ekki hægt að geyma þá annars staðar?

Sprangan
Sprangan er svo það svæði sem við auglýsum Eyjarnar hvað mest með fyrir ferðafólk. Við erum þekkt fyrir það að fara með gesti okkar þangað til að sýna listir okkar. En aðkoman að Spröngunni er nú ekki upp á marga fiskana. Ekkert sem heillar nema kannski þessi spotti sem við sveiflum okkur í. Gætum við ekki unnið eitthvað í því að gera þetta svæði aðeins meira spennandi fyrir augað? �?arna rétt hjá er gamall ruslabíll frá gámaþjónustunni og gamlir ruslagámar geymdir. Sandhrúgur og salt hrúgur, sem jú hafa kannski einhvern sjarma. �?arna er nálægt er einnig byggingarfyrirtæki sem mætti vel fara að taka til í kringum sig.

Líka verið vel gert
En svo má ég til með að hrósa því sem vel hefur verið gert við höfnina. Smábátabryggjan okkar og Vigtartorgið eru mikil bæjarprýði, eða kannski ætti ég frekar að segja bryggjuprýði. �?etta svæði hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu ár og alveg til fyrirmyndar enda sækja margir á þetta svæði þegar fer að vora.
Síðan er skemmtileg uppbygging að eiga sér stað í gömlu Fiskiðjunni sem mun vonandi verða hin glæsilegasta. Húsnæði Tangans setti svo alveg punktinn yfir i-ið á þessu svæði og fellur vel inn í umhverfið.
Eldfell
Eldgosið í Heimaey er einn þekktasti viðburður Íslandssögunnar og við Eyjamenn höfum í gegnum tíðina staðið okkur með stakri prýði að varðveita þau sögulegu gildi sem tengjast gosinu. Túristar flykkjast hingað til að kynna sér söguna í kringum gosið. Í dag draga Eldheimar að sér þúsundir ferðamanna á ári hverju. Á hverjum degi þegar fer að vora sér maður heilu hópana labba upp á Eldfellið til þess að skoða og kynnast þessari mögnuðu sögu okkar Eyjamanna. En hvað gerðist með uppgræðsluna á Eldfellinu?
Ekki löngu eftir gos var ráðist í að græða Eldfellið. En smátt og smátt hefur það drappast niður eða áhuginn fyrir uppgræðslunni minnkað. Er ekki spurning um það að við Eyjamenn tökum höndum saman og vinnum að því að græða upp fellið. Gaman væri jafnvel að gera dag sem væri tileinkaður Eldfellinu, þar sem bæjarbúar, ungir sem aldnir kæmu saman og leggðu hönd á plóg og færu í þau verkefni sem þarf að ráðast í.
Eldfellsdagurinn
�?g gæti ímyndað mér að flestum þætti gaman að taka þátt í að vinna að þessu verkefni. Við Eyjamenn erum þekkt fyrir samheldni, vinnusemi og dugnað. Væri möguleiki á því að við gætum litið upp frá dagsins amstri og hjálpast að kannski einn dag á ári? Í lok dagsins væri jafnvel hægt að enda daginn í Eldheimum með súpu og brauði og smá upprifjun á þessum sögulega viðburði sem átti sér stað hér. �?etta er bara ein hugmynd, sem eflaust væri hægt að framkvæma á skemmtilegan hátt fyrir alla. Kannski að ég ætti bara að fara með þessa hugmynd lengra og reyna að hrinda henni í framkvæmd. �?ví hlutirnir gerast víst ekki nema við framkvæmum þá.
Hraunið og ruslasvæðið
�?g get ómögulega sent þessa grein frá mér án þess að fara aðeins inn á ruslahaugana okkar uppi á hrauni. �?g veit vel að þetta eru sorphaugar. En getum við ekki gengið vel um þarna, líkt og annars staðar? Sorpsvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis til mikillar fyrirmyndar, en einhverra hluta vegna upplifi ég það ekki hér. Ekki að ég sé að ætlast til þess að ruslasvæði sé eitthvað fínt og flott en það má alveg vel vera snyrtilegt. �?g fæ pínu á tilfinninguna að ég sé að keyra í gegnum eitthvað �??sóðahetto�?? þegar ég fer þarna.
Hvort sem það er á ábyrgð okkar bæjarbúa eða rekstraraðila á svæðið við Sorpu vel að geta verið okkur til sóma. Svo má ég til með að nefna, að það stingur mig í hvert einasta skipti sem ég fer upp á fjöllin hér í Eyjum, sem öll hafa stórkostlegt útsýni yfir Eyjuna okkar, að líta upp á hraun og sjá ruslahrúguna sem þar er. Væri ekki nær að hér væri sorpbrennslu stöð?
Stefán tjáði mér það reyndar í bíltúrnum okkar að þau mál væru í skoðun og ég hlakka mikið til að fylgjast með framgangi í þeim málum. �?ví þetta eyðileggur svo sannarlega útsýnið af toppunum. Mér finnst mjög mikilvægt að við göngum vel um hraunið, því þrátt fyrir að það hafi ekki verið á planinu að fá það, þá er þetta fallegt svæði sem mikið er farið um.

Margar hendur vinna létt verk
�?g ætla ekki með þessari grein að vera að vera með skítkast út í einn eða neinn. �?g er bara sannfærð um það, að í sameiningu getum við vel unnið saman að snyrtilegra bæjarfélagi og þá við getum haldið áfram að monta okkur af þessari stórkostlegu eyju sem við eigum.
Margar hendur vinna létt verk er oft sagt, og það er eitthvað sem við gætum kannski tekið til okkar og unnið saman að allsherjans umhverfisátaki hér í bæ. Eins og góður maður sagði við mig fyrir stuttu, þegar einn byrjar, kemur hersingin á eftir. Að lokum er tilvalið að enda þetta raus mitt með viðeigandi broti úr þjóðhátíðarlagi Vestmannaeyja 1974, eftir Gylfa �?gisson.
Eyjan mín bjarta nú leik ég þér lag,
svo ljómandi fögur þú ert.
�?g dái þig ávallt hvern einasta dag
að dá þig er aldeilis vert.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.