Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun frumvarp þar sem lögð er til heimild ríkissjóðs að bjóða út smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Bæjarstjórinn í Eyjum vill að málið verði klárað í vikunni og að smíðin verði boðin út í næstu viku. Í ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021, sem kynnt var á dögunum, er gert ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs við smíði ferjunnar og botndælubúnaðar fyrir hana nemi í kringum sex milljörðum. Eyjamenn hafa beðið eftir nýrri ferju frá því að Landeyjahöfn var tekin í notkun. �?á varð strax ljóst að það myndi reynast Herjólfi erfitt að sigla inn í höfnina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu í morgun að nú séu þeir komnir aftur til ársins 2008. �??�?á var búið að hanna skip og íslensk sendinefnd komin til �?ýskalands til að skrifa smiðasamning.�??
Bankahrunið setti þær áætlanir í uppnám, hætt var við smíðina og síðan þá hafa verið viðraðar hugmyndir um hvernig væri hægt að leysa siglingar milli lands og eyja. Elliði segir að nú dugi ekkert annað en að hafa hröð handtök – klára eigi málið í vikunni og helst að bjóða út nýja ferju í næstu viku. �??�?á eigum við möguleika að fá nýja ferju 2018,�?? segir Elliði sem reiknast til að töfin á nýju skipi hafi þegar kostað ríkissjóð hundruð milljónir, ef ekki milljarð. Til stóð að bjóða verkið út á fyrri hluta ársins 2015. Ekkert varð af því. Ríkisstjórnin samþykkti jafnframt í maí á síðasta ári að fara í útboð á nýrri ferju.
Í lok síðasta árs greindi Fréttablaðið svo frá því að Vegagerðin hefði varið 1,1 milljarði í að dýpka Landeyjahöfn frá því að hún var opnuð fyrir 8 árum. Og fram kom í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Ásmundar Friðrikssonar í nóvember á síðasta ári að kostnaður við hönnun nýrrar ferju næmi 147 milljónum. Nýja ferjan verður að öllum líkindum tvö ár í smíði – hún er hönnuð til að flytja 40 prósent fleiri bíla og verður að hluta til rafdrifin.