Á hvítasunnu 1992 voru haldnir djasstónleikar og málverkasýning í Akóges. Tilefnið var að minnast Guðna Hermannsen, listmálara og tónlistarmanns sem þá var nýlátinn. Hátíðin þótti heppnast vel og næstu árin var efnt til hátíðarinnar Lita og tóna þar sem djass og blús voru ráðandi. Mikill metnaður var lagður í dagskrána og margir af okkar fremstu tónlistarmönnum í dag eiga það sameiginlegt að hafa komið fram á Dögum lita og tóna í Vestmannaeyjum. Nokkur ár eru síðan síðasta hátíðin var haldin nú skal talið í á ný en með nýju fólki og breyttum áherslum. Í fyrra hélt Pálmi Gunnarsson tónleika á Háaloftinu til heiðurs �?skari �?órarinssyni útgerðarmanni, skipstjóra og djassgeggjara sem lést fyrir nokkrum árum. �?á þegar var ákveðið að stofna sjóð til minningar um �?skar og láta allan ágóða af tónleikunum renna í sjóðinn. Sjóðurinn styrkir síðan tónlistarmenn úr Eyjum, sem hyggja á framhaldsnám. Í fyrra styrkti sjóðurinn Silju Elsabetu Brynjarsdóttur, sem stundar nám við The Royal Academy of music í London.
�??Tónleikarnir hans Pálma heppnuðust mjög vel en nú var ákveðið að halda áfram og tvöfalda efni �?skarshátíðar og til viðbótar að mæta við mat og menningu. �??Við höfðum samband við stjórnendur veitingastaða í Eyjum, til að fá þá í lið með okkur og halda hátíð matar og menningar,�?? sagði Bjarni �?lafur Guðmundsson sem er að undirbúa hátíðina ásamt Birgi Nielsen trommuleikara. �??Við sækjum fyrirmyndina til Daga lita og tóna og viljum halda á lofti nafni �?skars á Háeyri sem var ekki aðeins mikill djass og blús aðdáandi, heldu studdi hann við bakið á jasstónleikahaldi og greiddi götu tónlistarmanna.�??
Bjarni �?lafur sagði að áfram yrði leitað að samststarfs- og styrktaraðilum. �??Við getum þetta ekki nema að fá stuðning frá fólki og fyrirtækjum�??. Hátíðin verður helgina eftir hvítasunnu sem í ár er Júróvisjónhelgin, því við vildum ekki að fólk þyrfti að velja á milli okkar og Eurovision. Föstudaginn 20. maí kemur Biggi með sitt lið. �?að voru margir sem misstu af útgáfutónleikum hans í haust þar sem hann kynnti meistaraverkið Svartur tveir. Nú gefst annað tækifæri,�?? sagði Bjarni. Á laugardeginum er það svo sjálfur Pálmi Gunnarsson með sína tónleika á Háaloftinu ásamt hljómsveit sinni Tusk en hann og �?skar voru miklir vinir.
�?tlunin er að gera þetta að einni alsherjar hátíð í Vestmannaeyjum. Eru þeir félagar eins og áður sagði í viðræðum við matsölustaði, forstöðumenn safnanna og fleiri til að virkja sem flesta. �??�?eir veitingastaðir sem verða með verða líklega allir með þriggja rétta máltíð á sama verði. Að máltíð lokinni geta þeir sem vilja fengið skutl upp í Höll þar sem djassinn og blúsinn munu ráða ríkjum á Háaloftinu.�??
�?eir hugsa þetta lengra og í framtíðinni vilja þeir fá fleira tónlistarfólk úr Vestmannaeyjum með í leikinn. �??Við eigum fullt af flottu tónlistarfólki sem þarna getur fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína. �?skarshátíðin getur líka laðað að fólk því þau eru ekki mörg tækifærin sem fólk fær til að hlusta á alvöru djass og blús hér á landi,�?? sagði Bjarni �?lafur að endingu.