Fótbolti.net greindi frá því rétt í þessu að hin þýska, Leonie Pankratz hefur gengið til liðs við ÍBV frá þýska liðinu Hoffenheim. Pankratz er 26 ára og leikur sem varnarmaður. Hún er komin með leikheimild með ÍBV og er því lögleg með liðinu annað kvöld þegar ÍBV tekur á móti Selfossi í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna. Pankratz er fjórði erlendi leikmaðurinn sem ÍBV fær til sín fyrir þetta tímabil. Eyjaliðinu var spáð 4. sætinu í spá sérfræðinga Fótbolta.net fyrir sumarið en liðið vann Lengjubikarinn á dögunum.