ÍBV tapaði gegn Selfossi í fyrsta leik tímabilsins í Pepsi-deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 1-0 sigri Selfoss en mikið rok var á annað markið.
Selfoss byrjaði með vindi í fyrri hálfleik og sóttu látlaust í byrjun, þær uppskáru mark eftir rúmlega tuttugu mínútna leik þegar Lauren Hughes skoraði með föstu skoti. Boltinn hafði hrokkið til Lauren og var hún því komin ein í gegn.
Selfoss átti eitt skot í slána í fyrri hálfleik en ÍBV átti tvö slík í seinni hálfleik, inn vildi boltinn ekki og lokastaðan 0-1. ÍBV ætlaði sér klárlega meira úr leiknum en það kemur leikur eftir þennan leik.