Grótta hefur fengið liðsstyrk fyrir næsta tímabil í Olís-deild karla. Nökkvi Dan Elliðason hefur samið við liðið.
Nökkvi Dan er miðjumaður sem kemur til Gróttu frá ÍBV þar sem hann hefur leikið allan sinn feril en hann kom við sögu í 23 deildarleikjum ÍBV í vetur og skoraði í þeim 33 mörk.
�??�?g hlakka mikið til að spreyta mig með nýju liði�?? segir Nökkvi Dan Elliðason sem auk þess að hafa leikið með ÍBV, á að baki leiki með yngri landsliðum HSÍ og tók þátt í frábærum árangri U19 liðsins sem vann bronsverðlaun á HM í Rússlandi síðasta sumar. Hann segist einnig vera þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hefur fengið hjá ÍBV og efast ekki um að hann muni leika á ný undir merkjum þess.