ÍBV og Víkingur �?lafsvík gerðu 1-1 jafntefli í Vestmannaeyjum í dag en ÍBV er nú með fjögur stig eftir þrjá fyrstu leikina. ÍBV hefði auðveldlega getað fengið öll stigin ef ekki hefði verið fyrir hræðileg mistök dómara leiksins sem gaf Víkingum vítaspyrnu.
Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV yfir þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum með alveg frábæru marki en stuttu seinna fengu Víkingar gefins víti. �?eim tókst að skora úr vítinu og mörkin urðu ekki fleiri.