Hildur Sólveig Sigurðardóttir er ansi lunkinn við að semja skemmtilega texta. Hún deildi þessu skemmtilega ljóði um stemmninguna í kringum EM á facebook síðu sinni í gær og við fengum góðfúslegt leyfi til þess að deila því með ykkur.
Á jökullagðri eldfjallaeyju
allir klæðast landsliðstreyju.
Berja sér á bringu stolta,
betri en margir í fótbolta!
Til Frakklands flykkist þúsundaher
sem fánalitina stoltur ber.
Brynjaður aðdáun, brosi og eldmóð
berst hann fyrir hina íslensku alþjóð
Sem kyrjar söngvana og hrópar keik
Koma svo áfram! Vinnum þennan leik!
Villtustu draumar víst hafa ræst
og enginn veit hvað gerist næst
�?ll sem eitt með ykkur stöndum
stuðning fáið frá flestum löndum
Áfram Ísland, áfram nú!
á ykkur öllum við höfum trú