Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og forsvarsmenn stéttarfélaga sjómanna, það er að segja Sjómannasambands Íslands og Farmanna og fiskimannasambands Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning 24. júní 2016. Viðræður aðila hafa staðið yfir með reglubundnum hætti í yfir fimm ár. Með þessum samningi hefur tekist samkomulag milli aðila. Samningurinn fer nú til kynningar meðal samningsaðila og í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir til loka árs 2018.
Sjómenn hafa verið samningslausir í fimm ár og það var ekki fyrr en í vor og sumar að skriður komst á samningaviðræðum sem nú hafa skilað sér í nýjum samningi.