Bæjarráð lýsti á fundi sínum í dag yfir mikilli óánægju með framkvæmdaleysi þingmanna, ráðherra og embættismanna varðandi fæðingaþjónustu í Vestmannaeyjum og opnun skurðstofuvaktar í líkt og áður var. �?ryggi íbúa og gesta á meðan sé verulega skert.
Athygli er vakin á því að nýlegur dómur þar sem kveðið er á um fullnustu ákvörðunar borgarstjórnar Reykjavíkur um lokun neyðabrautar Reykavíkurflugvallar eykur verulega þörfina fyrir aukna viðbragðsgetu og neyðarþjónustu í einangruðu eyjasamfélagi eins og því sem er í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð krefst þess að heilbrigðisyfirvöld svari því hvort að til standi að tryggja þá heilbrigðisþjónustu sem starfshópur ráðherra lagði einróma til og felur m.a. í sér C1 fæðingaþjónustu með fullu aðgengi að skurðstofuþjónustu.
Bæjarráð óskar ennfremur eftir formlegum svörum frá framkvæmdastjórn HSU hvað varðar nýlegar uppsagnir á starfsmönnum, og þar með hvort að stöðugildum HSU í Vestmannaeyjum hafi fjölgað eða fækkað eftir að stofnunin sameinaðist undir merkjum HSU.