Heppinn lottóspilari vann 35,7 milljónir króna þegar hann var einn með allar tölur réttar í Lottóinu í gærkvöldi. Miðinn var keyptur í Skýlinu við Friðarhöfn. Tveir voru með bónustöluna rétta og fá í 235 þúsund krónur á mann en miðarnir tveir voru keyptir í Olís á Hornafirði og Samkaup-Strax, Flúðum.
Sex voru með fjóra rétta og fá 100 þúsund krónur hver en miðarnir voru keyptir í Vídeómarkaðinum í Kópavogi, Hagkaupum á Akureyri, Olís á Siglufirði, einn var í áskrift og voru tveir keyptir á lotto.is.
Hver er hinn heppni er ekki vitað en vonandi er það Eyjamaður sem getur rétt af hlaupareikninginn með þessum tæplega 36 milljónum.