Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna, sem nýverið tryggðu sig í úrslit Borgunarbikarsins, sigruðu Selfoss í sannkölluðum markaleik í gær á Selfossi. Leiknum lauk 3:5 fyrir ÍBV en sigurinn var í raun aldrei í hættu. Staðan var 1:4 í hálfleik en 6., 7. og 8. mark leiksins komu á fyrstu mínútum seinni hálfleiks.
Díana Dögg Magnúsdóttir kom liðinu yfir eftir 11. mínútna leik þar sem Cloe Lacasse átti frábæran sprett. Stuttu seinna jafnaði Selfoss en næstu mínútur fram að hálfleik gerðu út um leikinn. Cloe skoraði sjálf eftir 25. mínútna leik og lagði síðan upp annað mark, nú fyrir Leonie Pankratz, eftir 35 mínútna leik. ÍBV komst í 1:4 með marki frá Sigríði Láru Garðarsdóttur þegar nokkrar mínútur voru eftir af hálfleiknum.
Seinni hálfleikur byrjaði með sannkallaðri flugeldasýningu. Cloe kom ÍBV í 1:5 strax eftir tæpa mínútu en stuttu seinna skoraði Selfoss og staðan því 2:5. �?ær minnkuðu muninn enn frekar úr vítaspyrnu nokkrum mínútum seinna. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og ÍBV hirti því stigin þrjú frá JÁVERK-vellinum á Selfossi.