Strákarnir í KFS töpuðu gegn Einherja frá Vopnafirði, á Vopnafirði rétt í þessu. KFS er á botni 3. deildar og hefði sigur gefið liðinu helling. Yngvi Magnús Borgþórsson, sem er í guðatölu hjá KFS, stýrir liði Einherja og hefur gert það vel í sumar.
Leikurinn byrjaði ekki vel hjá Eyjamönnum því að Matt Garner skoraði sjálfsmark eftir tæpar fimm mínútur. Todor Hristov einn af gæðaleikmönnum 3. deildar tvöfaldaði forystu Einherja stuttu seinna. KFS jafnaði metin á þriggja mínútna kafla þar sem Birkir Hlynsson skoraði eftir 35 mínútur og Gauti �?orvarðarson eftir 38 mínútur þegar hjólhestaspyrna hans endaði í netinu.
�?að tók Einherja þó einungis tvær mínútur að komast aftur yfir en það gerði Viktor Daði Sævaldsson rétt fyrir hálfleik. KFS fékk vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks sem Tryggvi Guðmundsson nýtti ekki. Tryggvi var þó aftur á ferðinni 10 mínútum seinna þegar hann jafnaði metin fyrir Eyjamenn, beint úr hornspyrnu.
Sigurður Donys Sigurðsson skoraði fjórða mark Einherja fimm mínútum seinna eftir að liðið hafði fengið ódýra vítaspyrnu, þegar brotið var á �?skari Elíasi �?skarssyni, inni í teig, sem féll til jarðar og greip boltann, dómaranum fannst þó ekki brotið á �?skari og dæmdi hendi víti.. Eric Dhaira kom engum vörnum við í markinu. �?ðrum fimm mínútum síðar fékk Tryggvi Guðmundsson að líta rauða spjaldið og róðurinn því þungur fyrir KFS.
Nokkrum mínútum síðar fékk Todor Hristov að líta beint rautt spjald og bæði liðin því með tíu leikmenn inni á vellinum. KFS tókst ekki að jafna metin og 4-3 tap því niðurstaðan.
Á sama tíma fór fram leikur KFR og �?róttar Vogum en þau lið eru í 9. og 7. sæti deildarinnar. KFR byrjaði leikinn mun betur og leiddu þeir með tveimur mörkum í hálfleik. �?róttarar minnkuðu muninn áður en KFR jók forystuna í 3-1 þegar tuttugu mínútur voru eftir. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst �?rótti frá Vogum að snúa taflinu sér í vil og leiddu þeir 3-4 þegar 90 mínútur voru á klukkunni.
KFR fékk þá vítaspyrnu í uppbótartíma sem þeir nýttu og 4-4 því lokaniðurstaðan. �?etta stig mun líklega nýtast KFR mjög vel í fallbaráttunni sem er framundan.
Nú er KFS með fjögur stig í neðsta sæti deildarinnar, KFR er með 8 stig í því níunda. Dalvík/Reynir er í 8. sætinu með níu stig og �?róttur Vogum er í 7. sætinu með 14 stig. �?að er því á brattann að sækja fyrir KFS í síðustu 6 umferðunum.