Fyrir liggur að rekstrarkostnaður og þá sérstaklega launakostnaður hefur vaxið verulega umfram það sem gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar sem unnin var í lok árs 2015. �?annig má gera ráð fyrir að launakostnaður verði a.m.k. 178,5 milljónum umfram hjá samstæðu og þar af 79,5 milljónir hjá A-hluta. �?etta kom fram í bæjarráði í síðustu viku þar sem fjallað var um gjaldaliði yfirstandandi árs. Alls má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður samstæðu fari um 290,5 milljónir umfram það sem gert var ráð fyrir í árslok 2016.
Ljósið í myrkrinu eru að tekjur ársins hafa einnig verið umfram það sem gert var ráð fyrir og má búast við að umframtekjur nemi um 250 milljónum hjá samstæðu og þar af um 150 hjá A-hluta. Rekstarniðurstaða ársins lækkar því umtalsvert og verður um 101 milljón og þar af um 74 milljónir hjá A-hluta.
Ekki er um að ræða breytingar á heildar fjárfestingum ársins en gert er ráð fyrir tilfærslu milli liða. Til að mynda eykst fjárfesting hjá Hafnarsjóði um 20 milljónir og Fráveitu um 25 milljónir en á móti kemur að að tilfallinn kostnaður á árinu vegna annarra framkvæmda hefur verið lægri. Heildar framkvæmdakostnaður hjá eignarsjóði verður því innan við það sem gert var ráð fyrir þótt tilfærsla verði milli liða.
Bæjarráð samþykkti viðaukann.