Guðmundur Ingi Guðmundsson og Aníta �?ðinsdóttir eiga jólahúsið í ár, Smáragötu 1. �?að eru Lionsklúbbur Vestmannaeyja og HS-veitur sem velja jólahúsið og þykja skreytingar á Smáragötu 1 stílhreinar og látlausar. Guðmundur Ingi er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Guðmundur Ingi
Guðmundsson.
Fæðingardagur: 14 júní 1980.
Fæðingarstaður: Hin undurfagra Heimaey.
Fjölskylda: Er í sambúð með Anítu �?ðinsdóttur og eigum við tvo peyja, þá Guðmund Huginn og Gabríel Gauta.
Vinna: Stýrimaður á Huginn
VE 55.
Aðaláhugamál: Íþróttir, þá helst fótbolti.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Að vera með fjölskyldu og vinum.
Uppáhalds matur: Fiskibollurnar ásamt fleiri fiskréttum frá Palla í Vegg er alveg dásamlegur matur.
Versti matur: Borða flest allt með bestu lyst.
Uppáhalds tónlist: John Lennon og Bítlarnir.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Af öllum þeim stöðum sem ég hef komið til er það án nokkurns vafa Vestmannaeyjar. �?ær bera af gagnvart öllu sem heitir náttúrufegurð.
Uppáhalds íþróttamaður og félag: Paul Gascoine og Palli Almars voru íþróttamenn í miklu uppáhaldi. Annars er ÍBV fyrst og fremst uppáhalds félagið mitt, þar á eftir kemur Arsenal.
Uppáhalds sjónvarpsefni: Dýra-
og náttúrulífsþættir, þá sérstaklega með David Attenboroug.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Er enginn lestrarhestur.
Helstu vefsíður sem þú skoðar: Frétta- og fótboltasíður.
Hvað eru þið búin að eiga húsið lengi: Síðan árið 2012.
Hver hannaði lýsinguna: Svo sem enginn hönnun, allt gert í sameiningu, mestmegnis spilað af fingrum fram.
Hvað eru perurnar margar: Utan á húsinu eru 340 perur, svo eru einhverjar perur inni.