�?g þakka þeim feðgum Guðmundi og Grétari kærlega fyrir áskorunina. Mývatnssveit er auðvitað mekka íslensks landbúnaðar og sem sveitarstjóra liggur mér beinast við að mæla með hráefni úr sveitinni sem er í fremstu röð og er hluti af þingeyska matarbúrinu, þekkt fyrir gæði, hollustu og hreinleika. Sjálfur er ég fyrir einfaldleika í fæði enda verið í fráhaldi á sjöunda ár og ber þessi pistill Matgæðings vikunnar keim af því.
Forréttur:
�?g mæli sérstaklega með taðreyktum silungi úr Mývatni, t.d. frá bænum Hellu eða Vogafjósi. Reykti silungurinn úr Mývatni er eitthvert mesta lostæti sem ég hef komist í. Silungur hefur verið veiddur og reyktur á hverjum bæ í Mývatnssveit í aldaraðir. �?g er sjálfur ekki í rúgbrauði sem fer vel með silungnum en mín fjölskylda er afar hrifin af hverabökuðu rúgbrauði úr Mývatnssveit sem nefnist Kollubrauð. Einnig er boðið upp á hverabakað rúgbrauð í Fuglasafni Sigurgeirs og víðar en Mývetningar hafa þróað aðferð til að baka brauð í hverunum í Bjarnarflagi.
Aðalréttur:
Lömb sem hafa alist upp á fjölbreytilegu gróðurlendi Mývatnsöræfa er einstaklega bragðgott kjöt sem ég mæli eindregið með. Sauðakjöt þykir mörgum besta kjötið enda sérlega bragðmikið. Sauðakjötið er af veturgömlu fé. Mjög lítið er af sauðakjöti á íslenskum markaði í dag, þó svo að löng hefð sé fyrir neyslu þess. Hér er því um sjaldgæfa gæðavöru að ræða. Hægt er að panta lambakjöt og aðra kjötvöru úr Mývatnssveit t.d. á www.hangikjot.is. Hver og einn eldar lambakjötið eftir sínu höfði en ég mæli með kryddinu Best á lambið, en mér finnst betra að hafa kjötið á frekar lágum hita og í lengri tíma og krydda eftir eigin höfði. Einfalt og gott.
Meðlæti getur verið af ýmsum toga. En uppáhaldið mitt þessa dagana er að hafa grasker með lambakjötinu sem og öðru kjöti. �?g sker graskerið í eins þunnar sneiðar og hægt er og set á ofnplötu, pensla létt með olíu og krydda vel, sker svo papriku í smáa bita og dreifi yfir og set í heitan ofn í ca. 30 mín.
�?á finnst mér sérlega gott að hafa heimagert rauðkál með. Í það notum við hálfan rauðkálshaus, 3-4 gul epli, 2/3 bolli gervisykur, 100-150 gr. smjör, 3 tappar edik, 1 tsk. salt og 1 bolli sólberjasaft (helst sykurlaust) ásamt slatta af vatni. Kál og epli er sneitt niður t.d. í matvinnsluvél, steikt á pönnu í smjörinu á vægum hita. Gervisykri, ediki og safti bætt út í ásamt vatni eftir þörfum. Soðið í ca. 1 klst. eða lengur. Salt sett saman við í lokin.
�?g er sjálfur mest fyrir kalda sósu og nota mikið hvítlauks- eða piparsósu frá Toppsósum og hentar það vel með fráhaldinu.
Eftirréttir:
�?ar sem ég sneiði hjá sykri og hveiti er ég ekkert í sykursprengjueftirréttum. Í staðinn laga ég mér úrvals kaffi og hef flóaða mjólk með. En ég vil benda á heimasíðu Nönnu Rögnvaldar matgæðings þar sem er að finna sykurlausa eftirrétti fyrir þá sem kjósa slíka hollustu.
�?g hvet Vestmannaeyinga sem eiga leið norður að koma við í Mývatnssveit og kíkja í heimsókn til okkar. Náttúrufergurð við Mývatn er einstök. Mikill straumur ferðafólks er til Mývatns að sumarlagi. Margir hafa á orði að Mývatn sé ekki síður tilkomumikið að vetri til. Nokkrir staðir við Mývatn draga sérstaklega að sér ferðamenn. Má þar nefna Dimmuborgir, Höfða, Hverfjall/Hverfell, Leirhnjúk/Kröflu, gervigígana við Skútustaði, hverina austan Námaskarðs, Grjótagjá og áfram mætti telja.
Við höldum boltanum aðeins lengur fyrir norðan og spörkum honum yfir til Norðurþings þar sem býr fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyja og Norðurþings, Bergur Elías Ágústsson, en hann var vanur að raða inn mörkunum hér í gamla daga.