Á morgun verður haldið upp á 20 ára afmæli ÍBV og í tilefni dagsins munu leikmenn meistaraflokka í fótbolta og handbolta verða með knattþrautir. Fjörið byrjar í íþróttahúsinu kl. 13.30 og færist síðan yfir í Eimskipshöllina kl. 14.30. Kl. 16:00 verður síðan jólaball í Týsheimilinu þar sem nokkrir leikmenn meistaraflokkana munu mæta og árita veggspjöld sem iðkendur fá á ballinu. Að endingu verður boðið upp á afmælisköku og myndasýning í Týsheimilinu kl. 17:00.