Tillaga Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn um að hafin yrði samræða við innanríkisráðuneytið um opnun NV-SV flugbrautar, oft nefnd neyðarbraut, á Reykjavíkurflugvelli að nýju fram á vor var ekki tekin til atkvæðagreiðslu í borgarstjórn í gær. �?etta kemur fram á mbl. is.
�?ar segir að þess í stað var breytingartillaga Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra um að hvetja innanríkisráðuneytið til að hraða opnun flugbrautar í sömu stefnu í Keflavík lögð fram til atkvæðagreiðslu og var hún samþykkt með atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn sat hjá.
Fulltrúar minnihlutans voru ósáttir við meðferð Lífar Magneudóttur, forseta borgarstjórnar, á málinu þar sem þeir töldu breytingartillöguna í raun nýja tillögu og því bæri að taka báðar tillögur til atkvæðagreiðslu. �?eim varð hins vegar ekki að ósk sinni, að því er fram kemur fram á mbl.is og Morgunblaðinu í dag.