Verkfall sjómanna sem nú hefur staðið í rétt um mánuð er farið að bíta verulega og sem dæmi voru 272 skráðir atvinnulausir í Vestmannaeyjum í gær. Venjulega á þessum árstíma eru 50 til 60 á atvinnuleysisskrá. Mikið hefur verið að gera á skrifsstofu Drífanda stéttarfélags en Vinnumálastofnun, sem er með útibú á Selfossi hefur ennþá ekki séð sér fært að koma til Eyja eftir að verkfallið skall á.
�??�?að er búið að vera brjálað að gera hjá okkur,�?? sagði Guðný �?skarsdóttir á skrifstofu Drífanda í gær. �??Við höfum verið að aðstoða fólk við að skrá sem gera þarf rafrænt, með auðkennislykli eða með rafrænum skilríkjum. �?að er fullt af fólki sem kann þetta ekki og erum við að reyna að sinna okkar fólki,�?? sagði Guðný.
Á skrifstofu Vinnumálastofnunar á Selfossi fengust þær upplýsingar að fólk þaðan kæmi venjulega einu sinni í mánuði til Eyja. �?au hefðu áætlað að koma milli jóla og nýárs en þá féllu niður ferðir Herjólfs í einn og hálfan dag. Eru fulltrúar frá þeim væntanlegir á næstunni.
�?ar til fyrir nokkrum árum var starfsmaður Vinnumálastofnunar í hálfu starfi í Vestmannaeyjum.