Sjóvá flutti nú um áramótin útibú sitt í húsnæði Landsbankans við Bárustíg. �?á voru líka kynntar breytingar á starfsfólki útibúsins. Sigurður Bragason sem verið hefur hjá Sjóvá um árabil kaus að breyta til og helga sig enn betur handboltanum.
Um áramótin hóf Erna Karen Stefánsdóttir störf í útibúinu og mun hún starfa við hlið Sigurbjargar Kristínar �?skarsdóttur sem unnið hefur þar frá árinu 2004. Svo skemmtilega vill til að Erna Karen er einmitt í sambúð með Jóni �?skari �?órhallssyni útibússtjóra Landsbankans í Eyjum. Aðspurð segir Erna að hún sé spennt fyrir breytingunum, �??�?g er spennt fyrir því að flytja til Eyja og taka við nýju starfi. �?g hef unnið hjá Sjóvá í tíu ár og reynslan sem ég bý að mun nýtast vel.�?? Aðstaða viðskiptavina og starfsfólks batnar til muna við flutningana.
�??Við í Landsbankanum fögnum því að fá Sjóvá til okkar í húsið. �?að styrkir útibúið enn frekar að hér geta viðskiptavinir einnig sótt ráðgjöf og þjónustu tryggingafélags. Á persónulegu nótunum er ég að að sjálfsögðu mjög ánægður með að ég og Erna Karen munum vinna á sama stað,�?? segir Jón �?skar, útibússtjóri Landsbankans í Vestmanneyjum.