Listamennirnir Ingvar Björn �?orsteinsson og Oddur Eysteinn Friðriksson sýna um þessar mundir það sem kallað er PopArt í Einarsstofu í Safnahúsi. Sýningin sem stendur fram yfir mánaðamót hefur notið mikilla vinsælda og ekki hvað síst hafa ungir sem aldnir haft gaman af því að nota þrívíddargleraugun sem liggja frammi á sýningunni. Með því að setja gleraugun upp breytast myndirnar á sýningunni og öðlast annað líf eða nýja dýpt. Báðir eru listamennirnir þekktir fyrir list sína hérlendis sem erlendis. Oddur Eyteinn sem kallar sig listamannsnafninu Odee býr á Eskifirði en lætur vinna allar myndir sínar í New York á álplötur sem gefur verkum hans sérstakan svip. Ingvar Björn átti þess kost að vera við opnun sýningarinnar, enda þótt hann búi að mestu í Berlín þar sem hann hefur haslað sér völl. Ingvar Björn tók með sér 11 ára dóttur sína og sagðist hafa notið þrettándahátíðarinnar jafnmikið og barnið enda teldi hann þrettándann í Eyjum vera einhverja mestu fjölskyldugleði sem hann hefði upplifað.
Odee hefur oft verið kallaður ,,hinn stafræni Erró�?? en listaverk hans þykja minna á meistarann. Sjálfur segist Odee vinna mest með svokallaða digital fusion eða visual mashup art sem hann kallar samrunalist. �?ar blandar hann saman efni úr vinsælli menningu til þess að skapa ný sjálfstæð listaverk. �?á hefur Odee látið mjög til sín taka hvað varðar rétt listamannsins til tjáningar ofar öllu öðru �?? jafnvel höfundarrétti.
Ingvar Björn hefur verið búsettur í Berlín undanfarin ár þar sem hann hefur verið að vinna með ýmsum virtum listamönnum. Á sýningunni er t.a.m. að finna verk af David Bowie sem er samstarfsverkefni hans með Gavin Evans stjörnuljósmyndara. Ingvar Björn vinnur með PopArt en sér sig sem sögumann sem vill breyta heiminum með list sinni. Hann leggur mikið upp úr því að laða á sýningar sínar fólk sem ekki fer venjulega á listsýningar. Til þess fer hann oft og tíðum óhefðbundnar leiðir, t.a.m. fékk hann 78.000 einstaklinga frá 104 löndum til að virkja fésbókina til að skapa það sem hann kallaði Digital Artwork Abstract. �?á hefur Ingvar Björn verið brautryðjandi í þeirri listsköpun að færa sýningarnar út úr húsunum eða öllu heldur utan á húsin. �?annig hefur hann staðið fyrir því að klæða hús og láta fólk fá þrívíddargleraugu til að nota útivið til að sjá listsköpunina með nýjum hætti og einnig nýtt líkama einstaklinga sem lifandi listaverk. Til gamans má geta að ein slíkra mynda á sýningunni hér er í eigu Íslandsvinarins og leikarans Ben Stiller.
Rétt er að vekja athygli á því að eftirprentanir á verkunum á sýningunni eru til sölu í Safnhúsinu á sérstöku tilboðsverði eða frá kr. 4.000. Vinsamlegast hafið samband við starfsmenn safnsins eða Perlu Kristinsdóttur í síma 868 2903 varðandi allar nánari upplýsingar.