Alla síðustu viku stóð yfir umfangsmikil leit að Birnu Brjánsdóttur sem hvarf í miðbæ Reykjavíkur að morgni laugardagsins 14. janúar. Leitinni lauk þegar lík hennar fannst rekið í fjörunni við Selvogsvita. Hátt í þúsund manns tóku þátt í leitinni um síðustu helgi og voru félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja meðal þeirra.
�??Frá okkur fóru þeir Sigdór Kristinsson, Kjartan Vídó, Garðar Gíslason, Sigurbjörn Adolfsson, Gísli Sigmarsson, Björn Friðriksson og Knútur Kjartansson,�?? sagði Arnór Arnórsson formaður BjörgunarfélagsVestmannaeyja í samtali við Eyjafréttir í gær.
Hópurinn frá Eyjum fór samkvæmt formanninum með seinni ferð Herjólfs á föstudeginum og voru byrjaðir að leita morguninn eftir. �??�?eir byrjuðu um níu á laugardagsmorgun og voru til níu um kvöldið. Á sunnudeginum voru þeir aftur komnir af stað kl. níu og voru svo kallaðir inn kl. tvö þegar Birna var fundin,�?? segir Arnór um ferðir sinna manna.
Á hvaða svæði voru þeir að leita? �?eir voru á norðanverðu Reykjanesinu eins og lagt var upp með og svo áttu þeir bara að vinna sig suður eftir. Á sunnudeginum voru þeir á svipuðu svæði,�?? segir Arnór.