Er búin að senda þetta á flest blöð og Bylgjuna. En svona blasir raunveruleikinn við manni þegar maður “neyðist” til að þyggja þessar svokölluðu tekjur/bætur frá Tryggingastofnun. Hvernig á nokkur maður að getað lifað á þessu. �?Að ER ekki mikið eftir þegar búið ER að greiða leigu o.s fr.. Veit ekki hvernig ég færi að Ef ég ætti ekki maka sem ER að vinna í fiskvinnsluhúsi hér í bæ og nú ER verkfall svo það eru ekki miklar tekjur sem koma inn aukalega inná heimilin þessa dagana. �?g skil bara ekki hvernig barnafjölskyldur fara að enda veit ég að það eru fjölmargir öryrkjar sem eiga ekki fyrir mat og nauðsynjum upp úr miðjum mánuði. �?að sér hver Sem vill sjá að svona gengur þetta ekki lengur. �?að verður að breyta þessu og ekki seinna en strax. Stjórnvöld verða að líta sér nær og aðstoða landa sína fyrst og fremst því á landinu ríkir fátækt. �?etta eru alveg skelfilegar tölur…hvernig ER hægt að bjóða manni uppá þetta lengur! Og að gefnu tilefni ER ég var spurð hvort ég fengi þá ekki “slatta úr Lífeyrissjóði” þá þá skal ég upplýsa að ég fæ heilar 57 þús krónur í pening (heildargreiðslan ER c.a 94 þús frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja) nýti skattkortið hjá Tryggingastofnun svo það ER tekinn fullur skattur af lífeyrissjóði.. Hef alltaf verið í láglauna vinnu og fyrst ég fæ úr lífeyrissjóði mínum þá skerðast bæturnar hjá Tryggingastofnun.
Með kveðju
Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir