�?óra Sigurjónsdóttir - Gömlu gallabuxurnar geta orðið að allt þrjú skópör
�?óra Hrönn Sigurjónsdóttir leitar til fólks um að fórna gallabuxum til að sníða þær niður í skó fyrir börn í �?ganda. �?etta eru börn sem eiga ekki skó og ganga um berfætt hvort sem er í vinnu eða skóla. Við að ganga svona berfætt eru börnin í hættu á að flær í jarðveginum bíti og verpi eggjum inn í fætur þeirra, við það eru börnin �??úr leik�?? Fáfræði er mikil og þessum börnum er úthýst af sjúkrahúsum og heilsugæslum því fólk heldur að þetta sé bölvun á börnunum.
Ástæðan fyrir því að ég kynntist þessu er að ég kaupi Ilmkjarnaolíur af fyrirtækinu Young Living, en það styrkir þetta verkefni. Verkefnið heitir Sole Hope og er markmið þess að útvega börnum í �?ganda skó svo þau geti tekið þátt í daglegu lífi þ.e sótt vinnu og farið í skólann. Börnin fá líka fræðslu og þau eru meðhöndluð af starfsfólki Sole Hope sem hreinsar fætur og hendur þeirra af flóm og eggjum undir húðinni. �?g hvet fólk til að fara á You Tube og finna Sole Hope, það er svakalegt að sjá hvernig þetta fer með börnin.
Með því að taka þátt, eiga góða stund með ættingjum og vinum og endurvinna gallabuxur getum við bætt lífsgæði þessara barna. �?að sem þarf að gera til að taka þátt er að bjóða í hitting, Sole Hope partý. Bjóða vinum/vinkonum, saumklúbbnum, gönguhópnum, hverjum sem manni dettur í hug. Hver og einn mætir með gallabuxur og sitt hvað fleira. �?g mæti að sjálfsögðu í hittinginn og leiðbeini. �?g er búin að panta og fá snið frá Bandaríkjunum, skóstærðin sem ég fékk er á 12 til 18 mánaða börn,�?? segir �?óra Hrönn og hvetur fólk til að hoppa á vagninn.
�?að eina sem við gerum að að klippa buxurnar niður eftir sniðinu. Skórnir eru svo saumaðir saman í �?ganda, þannig að verkefnið er líka að skapa vinnu þar. Í upphafi átti ég mér draum um að útvega 100 börnum skó en er nú þegar komin með 30 skópör og bara búin að fara í tvö Sole Hope partý. �?annig að eigum við ekki að segja að draumurinn sé núna 500 skópör. �?g held að við förum létt með það. Grunnskólinn hefur sýnt þessu áhuga og væri frábært að komast með þetta inn í einhver félagasamtök.
�?g yrði rosalega þakklát ef fólk myndi vilja taka þátt í þessu með mér, setja sig í samband við mig með Facebook skilaboðum, með tölvupósti á oliver@eyjar.is eða hringja í mig í síma 864-0411.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.