Í ársbyrjun tóku gildi breytingar á lögum og reglugerðum sem varða heimagistingu. Yfirlýstur tilgangur með þeim breytingum var að afmarka og skýra heimagistingu og einfalda skráningarferli. Með lagabreytingunni var gististöðum skipt í flokka og er heimagisting tilgreind í sérstökum flokki. Í lögunum er hugtakið heimagisting lögfest og skilgreint þannig: Heimagisting er gisting gegn endurgjaldi á lögheimili einstaklings eða í einni annarri fasteign sem hann hefur til persónulegra nota og er í hans eigu. Leyfi til heimagistingar er því aðeins veitt einstaklingum en ekki lögaðilum.
Framangreindar breytingar taka aðeins til umsókna um leyfi fyrir heimagistingu. Ekki voru gerðar breytingar á skattlagningu tekna af heimagistingu. �?ví verður að telja að tekjur af heimagistingu verði áfram skattlagðar eins og aðrar tekjur einstaklings af atvinnurekstri. Einstaklingur sem hefur tekjur af heimagistingu er því í raun bókhaldsskyldur og þarf að haga sinni starfsemi í samræmi við lög um bókhald þar sem m.a. er gerð sú krafa að tekjuskráning skuli byggjast á skýru og öruggu kerfi sem tryggir að unnt sé að sannreyna að allar tekjur komi fram.
Við gerð skattframtals ber einstaklingi, sem hefur tekjur af heimagistingu, að útbúa rekstrarreikning yfir starfsemina þar sem gerð er grein fyrir öllum tekjum af henni. Til frádráttar er heimilt að færa þann kostnað sem hann hefur haft af því að afla teknanna. Hér er átt við þann viðbótarkostnað sem hann hefur af öflun teknanna, en ekki fastan kostnað sem ekki breytist við slíka leigu eins og t.d. fasteignagjöld, rafmagn og hiti. Tekjur af heimagistingu skattleggjast eins og aðrar launatekjur einstaklings eða í 37-46% skatthlutfalli.
Segja má að þeir einstaklingar sem hyggjast leigja út húsnæði hafi um þrjá kosti að velja í skattalegu tilliti, (1) langtímaleiga til einstaklinga, (2) skammtímaleiga til ferðamanna sem telst ekki heimagisting og (3) heimagisting í allt að 90 daga og langtímaleiga í hina níu mánuði ársins.
Í útreikningum hér á eftir er mismunur á skattlagningu og afkomu framangreindra valkosta dreginn fram. Miðað er við að húsnæði leigusala sé í útleigu allt árið í tilvikum 1 og 2 hér að framan og í 90 daga heimagistingu í lið 3 en í langtímaleigu hina níu mánuði ársins.
Dæmi 1. �?? langtímaleiga til einstaklinga
Í dæminu er miðað við að íbúð sé leigð á 250.000 kr. á mánuði í langtímaleigu og eini kostnaður leigusala af eigninni séu fasteignagjöld en rafmagn, hiti og hússjóður sé greiddur af leigutaka.
Ekki er tekið tillit til fjármagnskostnaðar þar sem hann hefur ekki áhrif á skattgreiðslur.

Dæmi 2 �?? skammtímaleiga til ferðamanna sem ekki telst heimagisting
Miðað er við að sama íbúð og leigð var á 250.000 kr. á mánuði í langtímaleigu sé leigð út í skammtímaleigu á 22.000 kr. á sólarhring og nýting hennar sé að meðaltali 70% á ári.
�?ar sem tekjur eru umfram 2 m.kr. á ári ber að skrá starfsemina á virðisaukaskattsskrá og þá stofnast einnig skylda til að greiða gistináttaskatt sem hækkar úr 100 í 300 kr. þann 1. september 2017. �?ar sem um atvinnurekstur er að ræða hækka fasteignagjöld og verða eins og af atvinnuhúsnæði. Ekki er gert ráð fyrir launagreiðslum eða kaupum á þjónustu vegna móttöku gesta, þvotta og þrifa.
Dæmi 3 �?? heimagisting í allt að 90 daga og langtímaleiga aðra daga ársins.
Í útreikningum í dæminu hér á eftir er við það miðað að einstaklingur starfræki heimagistingu í allt að 90 daga en í langtímaleigu hina níu mánuði ársins. Tekjur af heimagistingunni eru lægri en 2 m.kr. og er starfsemin því ekki virðisaukaskattsskyld og ekki ber að innheimta gistináttaskatt. Ekki er gert ráð fyrir launagreiðslum eða kaupum á þjónustu vegna móttöku gesta, þvotta og þrifa.
Niðurstaða
Athygli vekur við samanburð á afkomu af útleigu húsnæðis miðað við framangreindar forsendur að langtímaleiga, væntanlega án mikillar fyrirhafnar, er hagstæðari en skammtímaleiga til ferðamanna allt árið þó heildartekjur séu hærri þar sem verulegur viðbótarkostnaður og gjöld falla til við skammtímaleiguna. Rétt er að hafa í huga við samanburðinn að ekki er gert ráð fyrir eigin vinnu eða aðkeyptri vinnu við að veita þjónustu við skammtímaleiguna.