ÍBV tapaði naumlega fyrir Stjörnunni þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í dag í Olís-deild kvenna, lokastaða 23:24. Eyjakonur eru í harðri baráttu um sæti í úrsllitakeppninni og er alveg ljóst að með þessu tapi er róðurinn orðinn ansi þungur. Eftir umferðina er Grótta í fjórða sætinu og ÍBV í því fimmta en tvö stig skilja á milli liðanna. Næsti leikur liðsins er gegn Haukum og dugar ekkert annað en sigur þar því ÍBV mætir síðan Gróttu í lokaumferðinni.
Markahæstar í liði ÍBV í dag voru þær Ester �?skarsdóttir og Sandra Dís Sigurðardóttir með fimm mörk hvor. Erla Rós Sigmarsdóttir var með tíu skot varin í markinu.
Ljósmyndari Eyjafrétta lét sig ekki vanta á leikinn í dag frekar en á aðra leiki og má sjá afrakstur hans
hér.