Blaðamaður ræddi stuttlega við Avni Pepa, fyrirliða karlaliðs ÍBV í fótbolta, en hann var að vonum bjartsýnn fyrir komandi tímabil.
Hvernig líst þér á komandi tímabil? �??Mér líst bara vel á þetta tímabil. Við erum með betri leikmenn í ár, þannig að hópurinn er nokkuð sterkur. �?g er sannfærður um að okkur mun vegna vel,�?? segir Avni Pepa og bætir við að liðið muni reyna að gera betur en árið áður. �??Markmið okkar er að gera betur en á síðasta tímabili og náttúrulega að reyna að vinna titilinn.�??
Er góð stemning í liðinu? �??Já, ég myndi segja það, það er alltaf góð stemning hjá okkur strákunum,�?? segir fyrirliðinn að lokum.