Komu sumars var fagnað í Einarsstofu á sumardaginn fyrsta og var þar samankominn nokkur hópur fólks. Athöfnin byrjaði með lúðrablæstri Lúðrasveitar Tónlistarskólans undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar.
�?að var Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi og formaður fjölskyldu- og tómstundarráðs sem stýrði athöfninni. �?rír krakkar, Daníel Frans Davíðsson, Haukur Helgason og Berta �?orsteinsdóttir sem sigruðu í upplestrarkeppninni hér heima, lásu ljóð og gerðu það vel.
Einnig var tilkynnt um val á Bæjarlistamanni 2017 þar sem Sigurdís Harpa Arnardóttir varð fyrir valinu.
Um leið var opnuð í Einarsstofu sýning á Biblíum úr safni Ágústar Einarssonar. Um er að ræða allar útgáfur Biblíunnar frá Guðbrandsbiblíu 1584 að telja. Sýningin stendur fram yfir mánaðamót.