�?au Vignir Stefánsson og Arna �?yrí �?lafsdóttir héldu uppi merki Vestmannaeyja í úrslitakeppni karla og kvenna í handbolta þegar þau urðu á dögunum Íslandsmeistarar með liðum sínum, Vignir með Val og Arna �?yrí með Fram. �?essir öflugu handboltamenn eru því Eyjamenn vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Arna �?yrí �?lafsdóttir.
Fæðingardagur: 28. mars 1997.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Mamma mín heitir �?órunn Jörgens og pabbi minn heitir �?lafur Snorra, svo ,,litli�?? bró Jörgen Freyr.
Draumabíllinn: VW Golf 2017.
Uppáhaldsmatur: Pestó-kjúlli.
Versti matur: �?orramatur.
Uppáhalds vefsíða: Pinterest.com.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?g hlusta eiginlega á alla tónlist en gömul íslensk lög eru í miklu uppáhaldi.
Aðaláhugamál: Handbolti.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: �?g veit ekki alveg, haha.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Gautaborg í Svíþjóð.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Fram og ÍBV. Guðrún �?sk og Steinunn Björnsdóttir eru virkilega flottir íþróttamenn og ég held mikið upp á þær.
Ertu hjátrúarfull: Nei og já. �?g reyni að hafa alltaf sömu rútínu fyrir leiki en annars ekkert meira.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég spila handbolta með Fram og er í Crossfit XY.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Despó og Greys eru í mjög miklu uppáhaldi.
Hvernig er tilfinningin að vera Íslandsmeistari? Tilfinningin er mjög góð, þetta er alveg ógeðslega skemmtilegt og ég stefni klárlega á að gera þetta aftur einhvern tímann, helst sem fyrst!
Stjarnan og Fram hafa verið yfirburðalið í vetur og í raun mjög lítið sem hefur skilið á milli liðanna. Stjarnan hafði betur í bikarúrslitunum 19:18 og vinna ykkur síðan í síðasta deildarleiknum og verða meistarar á markatölu. �?að hlýtur að hafa verið sætt fyrir ykkur að ná loks að skáka þeim? Já, það var mjög gaman að vinna þær loksins í úrslitaleik af því við vorum búnar að tapa fyrir þeim tvisvar í úrslitum. Við ætluðum okkur að vinna þær í þetta skiptið og það tókst!
Hvað tekur við á næsta tímabili? Heldur þú áfram í Fram? �?g er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að gera á næsta tímabili. �?g er að skoða mig um og sjá hvað mér líkar við, svo tek ég líklegast bara ákvörðun í sumar um það hvað ég geri.
…………………………………………………
Nafn: Vignir Stefánsson.
Fæðingardagur: 21. júní 1990.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Esther og Stefán eru foreldrar mínir. Systkini, Birgir og Berglind. Kærasta mín Hlíf Hauksdóttir og sonur okkar Haukur Heiðar.
Draumabíllinn: Væri til í flottan Benz eða Audi. �?ýski bíllinn er heillandi.
Uppáhaldsmatur: Góð steik og beranaise klikkar aldrei. Svo er auðvitað maturinn hjá mömmu hrikalega góður.
Versti matur: Súr þorramatur.
Uppáhalds vefsíða: Á ekki vefsíðu í sérstöku uppáhaldi.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?arna verð ég að setja playlistann frá Bubba (Hlyn Morthens), fjölbreyttur og virkilega hressandi.
Aðaláhugamál: Íþróttir af flestum gerðum.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Væri til í að taka einn golf-hring með Michael Jordan.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar á fallegum sumardegi.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Valsliðið eins og það leggur sig 2016/2017
Ertu hjátrúarfullur: Nei get ekki sagt það.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Skottast stundum á handboltaæfingu.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Designated survivor, nýbúinn með þá þætti.
Hvernig er tilfinningin að vera bikar- og Íslandsmeistari? Hún er hrikalega góð og sjá að erfiði vetrarins hefur skilað sér.
Er þessi niðurstaða vonum framar eða höfðuð þið alltaf trú á því að geta hampað tveimur titlum í lok tímabils? Hún er vonum framar áður en við lögðum af stað, en þegar leið á tímabilið þá jókst trú okkar á því að við gætum tekið alla þá titla sem voru í boði.
Mikið hefur verið rætt og ritað um leik ykkar gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppni Evrópu þar sem þið voruð flautaðir úr leik eins og frægt er. Hvernig var að upplifa svona óréttlæti og spillingu frá fyrstu hendi? �?að var í raun mjög skrítið og enginn okkar trúði því að þetta væri að gerast. En í hálfleiknum áttuðum við okkur á þessu og reyndum allt hvað við gátum til að reyna að berjast gegn þessu. �?að var aldrei séns að okkar mati.
Sérðu fyrir þér endurkomu í ÍBV á næstu árum? Ekki í augnablikinu en við útilokum aldrei neitt, þetta getur verið fljótt að breytast.
Vignir er til vinstri á myndinni en með honum er �?lafur �?gir �?lafsson sem á einnig ættir að rekja til Eyja en faðir hans er �?lafur Már Sigurðsson.