Auknar öryggisráðstafanir lögreglu og aðkoma sérsveitar hefur ekkert með mannafla lögreglunnar að gera eða það hversu margir lögreglumenn starfa hjá embættum lögreglunnar um landið. �?etta segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri í samtali við mbl.is, spurður hvort lögreglan hafi bolmagn til þess að auka öryggisgæslu á fjölmennum samkomum um landið í sumar.
Í viðtalinu útilokar Haraldur ekki að sérsveitin verði til taks á �?jóðhátíð í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina. �??Frétt mbl.is: Aðkoma sérsveitar matsatriði hverju sinni
�??�?etta hefur fyrst og fremst með það að gera að tryggja skjót viðbrögð lögreglumanna til að koma í veg fyrir einhvers konar voðaverk og til að tryggja öryggi almennings,�?? segir Haraldur í samtali við mbl.is. �??Við höfum aðallega verið að einblína á þessar stóru samkomur á höfuðborgarsvæðinu þar sem að tugir þúsunda manna eru saman komin hér á mjög afmörkuðum þröngum bletti,�?? segir Haraldur.
Undanfarin ár hafi hann þó fengið óskir um það frá lögreglunni í Vestmannaeyjum þess efnis að sérsveitin væri staðsett í Vestmannaeyjum um og yfir verslunarmannahelgina. �?að sé nú til skoðunar. �??Við erum að hugleiða það núna hvort að sveitin verði í Vestmannaeyjum um næstu verslunarmannahelgi, þannig að við getum þá farið að óskum lögreglustjórans í Eyjum, en það er ekki búið að taka ákvörðun um það ennþá,�?? segir Haraldur.