Daníel Hreggviðsson fékk á dögunum viðurkenningu í sex greinum á útskrift 10. bekkjar Grunnskóla Vestmannaeyja í stærðfræði, náttúrugreinum, samfélagsfræði, ensku, dönsku og íslensku, ásamt því að fá viðurkenningu fyrir bestu rannsókn í lokaverkefni og viðurkenningu fyrir ástundun. Daníel er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Daníel Hreggviðsson.
Fæðingardagur: 19. júní 2001.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Foreldrar eru Guðrún Jónsdóttir og Hreggviður Ágústsson og bróðir minn heitir Ágúst Sölvi Hreggviðsson.
Draumabíllinn: Venjulegur bíll sem þægilegt er að keyra.
Uppáhaldsmatur: Lundi.
Versti matur: Aspassúpa.
Uppáhalds vefsíða: Youtube og Facebook.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Popptónlist og klassískt rokk.
Aðaláhugamál: Kvikmyndir, tónlist, vísindi og samfélagsmál.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Isaac Newton.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar og Mývatn.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og ég á engan sérstakan íþróttamann í uppáhaldi.
Ertu hjátrúarfullur: Nei, í rauninni ekki.
Stundar þú einhverja hreyfingu: �?g geng í tæplega klukkutíma á dag og fer af og til í ræktina.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Game of Thrones.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að vinna þessi verðlaun: Veitir manni hvatningu til að halda áfram að leggja metnað í námið.
Áttu þér uppáhalds fag: �?g myndi segja að það væri stærðfræði.
Hvað ætlar þú að leggja fyrir þig í framtíðinni: �?g fer á náttúru-fræðilínu í Framhaldsskólanum og svo stefni ég á að læra eitthvað í raunvísindum í háskóla.