Griðarstaður fyrir hvíthvali í Vestmannaeyjum - kynningarfundur í kvöld kl. 17:00 í Eldheimum
27. júní, 2017
Merlin Entertainments ásamt Vestmannaeyjabæ og �?ekkingasetri Vestmannaeyja standa fyrir opnum kynningarfundi um uppbyggingu á griðarstað fyrir hvíthvali í Vestmannayejum. Á fundinum munu fulltrúar Merlin Entertainments fara yfir stöðu verkefnisins og deila með okkur upplýsingum um tilgang og áform varðandi þetta stórbrotna verkefni sem miðar að því að byggja fyrstu griðarstöð hvíthvala í heiminum. Eftir kynninguna munu gestir fundarins fá tækifæri til þess að spyrja fulltrúa Merlin og Vestmannaeyjabæjar út í verkefnið.