�??Viðgerð er nú lokið og strengurinn kominn í rekstur. Föstudagskvöldið 16. júní var búið að ljúka viðgerð og slaka strengnum aftur niður á hafsbotn. Tengingin stóðst allar prófanir, bæði háspennukapallinn og ljósleiðarinn og um hádegi á 17.júni var búið að tengja Vestmannaeyjar á ný með 66 kV háspennu. Sama dag var varaefninu sem eftir var komið í geymslu á snældu undir Heimakletti,�?? sagði Steinunn �?orsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnet á Vestmannaeyjastreng 3, rafstreng sem liggur milli lands og Eyja og bilaði í byrjun apríl.
Til verksins var fengið stærsta kapalskip í heimi, Isaac Newton. Bilunin var á um 50 metra dýpi inn og vestur af Elliðaey.
�??Við hjá Landsneti viljum koma að þökkum til allra sem komu að viðgerðinni fyrir frábært starf, hvort sem það var á sjó eða landi. �?etta var lang dýrasta viðgerð sem við hjá Landsneti höfum farið i en áætlaður kostnaður við viðgerðina er hálfur milljarður,�?? sagði Steinunn.
Árið 2013 var lagður nýr sæstrengur til Vestmannaeyja, Vestmannaeyjastengur 3. Fyrir voru Eyjarnar tengdar með Vestmannaeyjastreng 1 frá 1962 og Vestmannaeyjastreng 2 frá árinu 1978. Bilun varð í VM2 haustið 2012 og var þá drifið í að leggja nýja strenginn. �??�?að verkefni gekk vel og var strengurinn tekinn í notkun ári eftir að ákvörðun var tekin um að leggja hann. Nýji strengurinn var hannaður fyrir 66 kV spennu en allt fram til 31 mars 2017 var hann rekinn á 33 kV spennu. �?að fór þó ekki betur en svo að fimm dögum eftir spennuhækkun, þann 5. apríl 2017, bilaði nýi strengurinn.�??
Viðgerðin tók hálfan mánuð
Steinunn segir að bilunin hafi sýnt hvað strengurinn er gríðarlega mikilvæg tenging fyrir samfélagið í Eyjum. Eyjarnar voru háðar Vestmannaeyjastreng 1 sem lagður var 1962 og flytur hann einungis 7.5 MW sem rétt dugir fyrir grunnþörfum almennings í Eyjum. Til öryggis voru fluttar dísil varaflsvélar til Eyja til þess að bregðast við ef eitthvað kæmi upp á.�??
Vinna við aðgerðaráætlun hófst strax sem m.a. fól í sér að fá kapalskip til landsins en til staðar í Eyjum var varastrengur sem notaður var við viðgerðina. Bilanaleit staðfesti bilun í hafi og var þá strax hægt að reikna út staðsetningu bilunarinnar með nákvæmni upp á u.þ.b. 50 m til eða frá.
Samið var við Jan De Nul um að leggja til kapalskip , Isaac Newton sem kom til Eyja á hvítasunnudag þann 4. júní og var þá strax hafist handa við að koma varastrengnum um borð í skipið. Áhöfn skipsins telur 75 manns og fimmtán menn voru á landi við að koma strengnum um borð í skipið.
�??�?að tók síðan tæplega hálfan mánuð að gera við strenginn. Skemmdin fannst fljótt og var hún 60 m norðan við þann stað þar sem strengurinn varð klipptur í sundur. �?að þurfti því ekki að nota nema u.þ.b. 220 m af varaefninu og mjög vel gekk að klára tengivinnuna.
Engar sýnilegar skemmdir voru á ytra byrði strengsins en skemmdi búturinn verður sendur í rannsókn til að skera úr um það hver eðlis bilunin var,�?? sagði Steinunn að endingu.