Eins og fram kom í Eyjafréttum í síðustu viku eru það Hrafnar sem eiga goslokalagið í ár en lagið kallast einfaldlega �??Heim til Eyja�??. Lagið sem var frumflutt í vikunni er samið af Hlöðveri Guðnasyni en hann, ásamt Helga Hermannssyni, semur textann við lagið með aðstoð félaga þeirra í hljómsveitinni Hrafnar en þeir flytja lagið. Hlöðver er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Hlöðver Sigurgeir Guðnason.
Fæðingardagur: 23.02. 1957.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Konan mín er �?löf Guðmundsdóttir. Saman eigum Sigríði og síðan á ég Bjarka og Ástu úr fyrra sambandi. Fannar og Ísak sem eru börn �?lafar.
Draumabíllinn: BMW.
Uppáhaldsmatur: Reyktur lundi með öllu. Soðinn í maltöli kvöldið áður til að tryggja góða sósu.
Versti matur: Pasta.
Uppáhalds vefsíða: YouTube, hvað er ekki þar.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Led Zeppelin er í uppáhaldi ásamt öllu gamla góða rokkinu, Bítla, Stones, Bowie, Moody Blues, Neil Young, Dylan. Bara allt orginal sem er spilað frá hjartanu og hefur góða melodíu og er vel flutt.
Aðaláhugamál: Golf, tónlist og útivist.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Nóa í vikunni fyrir Nóaflóðið.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Jónsskora í Bjarnarey. �?ar er frábært að sitja og nóta þess að vera í miðju bjargi og horfa til Eyja. Stórkostleg upplifun á stað sem að örfáir hafa komið á. �?ar er maður í stórkostlegum félagsskap og finnur vel fyrir almættinu.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Tiger Woods fyrir það sem hann hefur gert fyrir golfíþróttina. �?arna fer maður sem hefur gerbreytt þessari íþróttagrein og lyft henni upp um margar hæðir. ÍBV og MUFC.
Ertu hjátrúarfull/ur: Já og nei. �?að er ekkert nýtt undir sólinni og margt skrifað í skýin. �?að er margt á kreiki sem við sjáum ekki og er hulið okkur.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Golf og útivist dugar mér ágætlega.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og fræðsluþættir um náttúru, mannlíf og tónlist.
Hvað þarf maður að hafa í huga þegar maður semur svona lag: Mannlífið í Eyjum fyrir eldgos og þær æskuslóðir sem hurfu. �?að þarf að bæta smá heimþrá í þetta og hafa gömlu Eyjalögin á bak við eyrað. Klikkar ekki ef þetta kemur frá hjartanu. �?etta lag er samið á 5 strengja banjó. Laglínan varð til á banjóinu og löngu seinna kom svo viðlagið. Textinn var að mestu kominn hjá okkur Helga og síðan bættust við tvö erindi í samvinnu Hrafnanna.
Hvernig leggst goslokahátíðin í þig: Alltaf vel. Frábær hátíð og mikil Eyjastemming og Eyjahjartað slær í góðum takti þessa helgi. Frábært að sjá þessa hátíð breytast í menningarviku og draga fram það besta í mannlífi Eyjanna. Megum ekki missa sjónar af því hvernig mannlífið var fyrir gos.