Söngvararnir Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Alexander Jarl �?orsteinsson verða með tónleika í Eldheimum klukkan 17.30 á laugardaginn þar sem þau ætla að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Húsið opnar klukkan 17.00 og kostar miðinn 2000 krónur. Undirleikari er Kjartan Valdemarsson.
�?au ætluðu að halda tónleika í Eyjum milli jóla og nýárs sl. vetur en af ýmsum ástæðum féllu þeir niður. �?að er kjörið að nýta tækifærið núna til að hlýða á söngfuglana. �??�?etta verða klassískir tónleikar en að sjálfsögðu tökum við nokkur Eyjalög,�?? sagði Silja Elsabet.
Bæði tóku þau fyrstu skrefin í Vestmannaeyjum og eru nú í söngnámi í London. Alexander Jarl var í vetur á sínu fyrsta ári í Royal College of Music en Silja Elsabet á öðru ári í Bachelor námi í söng við Royal Academy of Music í London. Hún segist hlakka mikið til. �??Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg. Hún verður blönduð, klassík og léttari lög og að sjálfsögðu Eyjalög,�?? sagði Silja Elsabet sem vonast til að sjá sem flesta.