Í aðdraganda Goslokahátíðarinnar setti blaðamaður sig í samband við Hlöðver Sigurgeir Guðnason en hann á heiðurinn á laginu �??Heim til Eyja�?? sem er jafnframt Goslokalagið í ár. Hlöðver, ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Hröfnum, mun koma fram á tónleikum í Eldheimum á föstudaginn þar sem Goslokalagið verður frumflutt.
Hvernig leggjast tónleikarnir í ykkur? �??Vel og við erum mjög spenntir að koma heim til Eyja. Eldheimar eru frábær staður til að halda tónleika á. �?að kom okkur verulega á óvart hversu góður hljómburður er þarna og þægileg nánd við tónleikagesti. Eldheimar mættu örugglega gera meira af tónlistartengdum menningarviðburðum enda frábært hús og margt að skoða í leiðinni. �?að er mikið hugarflug að koma þarna inn og upplifa safnið sem gefur ákveðna og mjög sérstaka stemningu og tón í leiðinni. Ekki víst að allir átti sig á því hvað þetta skiptir miklu máli,�?? sagði Hlöðver sem vildi einnig koma þakklæti sínu á framfæri.
�??Við viljum sérstaklega þakka Kristínu í Eldheimum fyrir að gera okkur þennan heiður að fá að koma þarna fram og halda tónleika og frumflytja Goslokalagið á þessum stað. �?etta er rétti staðurinn til að gera þetta og tengja þetta allt saman. Tónleikarnir í janúar síðastliðnum heppnuðust fullkomlega og frábær mæting og stemning. �?emað þá var gosnóttin og sögur í kringum hljómsveitarmeðlimi og upplifun okkar á þessum fyrstu dögum jarðeldanna.�??
Vonast eftir góðri mætingu í öllum aldursflokkum
Við hverju má fólk búast? �??�?g held að þetta verði frábærir tónleikar. Við reynum alltaf að toppa okkur. �?etta verður með öðru sniði en síðast enda tilefnið annað fyrir þessa tónleika. Núna er Goslokahelgin aðal málið og við erum að frumflytja Goslokalagið í ár �??Heim til Eyja�??. Við erum ennþá að hanna uppstillingu laga á tónleikunum og hvaða sögur við segjum, enda er allt að gerast núna og þetta var ekki frágegnið fyrr en í síðustu viku þegar Kristín hafði samband við okkur. Á tónleikum hjá okkur er alltaf fullt af sögum og smá sprell og stundum heilmiklar samræður við tónleikagesti. Stundum er meira talað en spilað og það getur verið skemmtilegt líka ef stemningin er þannig. �?á er oft spilað af fingrum fram í sögum og flutningi. Vonandi verður bara góð mæting í öllum aldursflokkum,�?? sagði Hlöðver og bætir við að Hrafnar séu tilbúnir með nýja plötu.
�??Við erum með stórt lúxusvandamál og það er mikið af efni/tónlist sem við erum tilbúnir með og þurfum að koma frá okkur. Við erum núna búnir að taka upp plötu sem er tilbúin til útgáfu. Síðan erum við með efni á aðra plötu sem við erum langt komnir með. Megnið af þessu eru okkar eigin lög og textar. Síðan erum við með um 60 �??týnd þjóðhátíðarlög�?? í verkefni sem við erum að vinna úr. �?ar eru nokkrar perlur. �?að er ákveðin forgangsröðun í gangi með þetta allt og okkur liggur á að koma þessu frá okkur á meðan sköpunarkrafturinn er svona mikill og frjór.�??
Í valdi okkar Eyjamanna að leyfa laginu að lifa eða gleymast
�?ó að Goslokalagið verði hápunktur kvöldsins þá verður einnig margt annað á boðstólnum hjá Hröfnum. �??Á tónleikunum verðum við með amerískt tökulag núna og búnir að smíða texta við það og það heitir �?jóðhátíðarstúlkan mín í okkar flutningi. �?að verður líka frumflutt á föstudaginn. Við ætlum að selja disk með þessum tveimur lögum á vægu verði í takmörkuðu upplagi til að ná upp í kostnað við upptökur og fl. Einnig verður Krunk platan til sölu.
En fókusinn er á Goslokalagið Heim til Eyja og í raun erum við á þessum tónleikum að afhenda Eyjamönnum lagið og síðan er það í valdi okkar Eyjamanna að leyfa laginu að lifa eða gleymast. �?etta er mikil ábyrgð sem við Hrafnarnir setjum á tónlistarunnendur, sem að lokum eru stóri dómurinn. Vonandi fær lagið meðbyr og endar í söngbókum og villtum gítarpartýum í Eyjum og hjá öllum sem eru að ferðast til Eyja. Toppurinn væri að heyra einhverja kóra flytja þetta í framtíðinni. Vonandi nær þetta inn í stóra Eyjahjartað og lifir þar.�??
Hafið þið fengið einhver viðbrögð við laginu? �??Við höfum fengið frábær viðbrögð og allt mjög jákvætt. Allt við lagið og textann virðist ganga fullkomlega upp sem Gosloka- og Eyjalag. Síðan gerði Davíð Helga flott myndband sem smellpassar við lagið og Eyjastemninguna og flottar drónamyndir frá Helga Thorshamar. Lagið fær mikla spilun á netinu og YouTube og það er það sem við viljum. �?etta virðist allt vera að færast á netið og útvarpsspilun skiptir sífellt minna máli. �?etta virðist ætla að stimpla sig inn sem Eyjalag sem væri mikill heiður fyrir okkur,�?? sagði Hlöðver.
Mjög sáttir við lokaniðurstöðuna
Aftur vildi Hlöðver koma þakklæti sínu og Hrafna á framfæri. �??Við viljum koma miklu þakklæti til Gísla Stefánssonar og Birgis Nielsen fyrir þeirra framlag við upptökur og hljóðblöndun á laginu. �?að er alltaf spennandi að hitta aðra tónlistarmenn og taka smá snúning og vinna með hugmyndir. �?essi snúningur var virkilega skemmtilegur og ljúfur. �?eir setja sannarlega sinn lit á lagið með trommuleik, orgel og fallegu píanó undirspili. Síðan eru einhverjar raddir þarna á bak við sem enginn veit hverjar eru. Stundum verður til galdur og þannig var þetta. Lagið var ekki útsett að fullu þegar við mættum í Landakirkju þar sem lagið var tekið upp. En þetta er afraksturinn af þessu samstarfi og allir leggja smá í púkkið og gefa af sér. Við erum mjög sáttir við lokaniðurstöðuna,�?? sagði Hlöðver og bætti við að lagakeppni væri af hinu góða.
�??Síðan er auðvitað frábært að fá inn samkeppni um Goslokalag. �?að er fullt af fólki sem er músíkalskt og getur samið lög en á erfitt með að koma því frá sér eða spila. Bandalag vestmannaeyskra söngva- og tónskálda og Goslokanefnd eiga heiður skilið fyrir að opna á þessa möguleika. Lagið okkar var á leiðinni niður í skúffu og til brúks á öðrum vettvangi og hefði sennilega endað þar ef við hefðum ekki séð þessa auglýsingu um samkeppni Goslokalagsins. �?etta er kannski ekki ólíkt því sem við Hrafnarnir erum að gera með að safna saman gömlum þjóðhátíðarlögum sem ekki náðu eyrum dómnefnda. �?að er alltaf erfitt að vera með lag sem er hafnað en það er bara eitt lag sem vinnur í keppni og hin lögin geta verið óslípaðar perlur. Við erum búnir að finna nokkrar perlur og erum að vinna hægt og sígandi í að útsetja og koma því efni frá okkur. Ef einhverjir vilja styrkja það verkefni að þá þiggjum við það með þökkum. �?arna erum við með um 60 gamlar upptökur til að vinna úr í misgóðum gæðum en melódían/laglínan skilar sér. Gaman að sjá svo hvernig lögin og útsetningar breytast eftir því á hvaða áratug lögin eru samin, elstu úr danslögum, í gegnum diskótímabilið og svo í minni áherslu á danstaktinn en meira í brekkusöng. Sennilega eru elstu lögin frá því 1975 eða rétt eftir gos,�?? sagði Hlöðver.
Á laugardagskvöldið verða Hrafnar síðan í miklu stuði þar sem þeir munu taka þátt í að skemmtanahaldi. �??Svo ætlum við að slá upp opnu einkapartýi í Sæsa húsinu /Gírkassahreppi við Skvísusund. �?etta er í nýju íþróttamiðstöðinni sem �?ingholtslaukarnir eru að setja upp. �?essi nýja ZAME íþróttaakademía ætlar að halda utan um og styrkja þetta partý. �?á stillum við hljómsveitinni upp með stuðprógrammi og verðum meira rafmagnaðir. Tökum þá fram okkar gamla ballstemmingar og ullarsokkajass-prógrammið. Gamla rokkið og írsku slagararnir og m.fl. ásamt nýju efni frá okkur. �?etta verður hrikalegt stuð og krunk krunk.�??