Landsbankinn styrkir Lionsklúbb Vestmannaeyja
Lionsklúbbur Vestmannaeyja hlaut í gær umhverfisstyrk, upp á 250.000 krónur úr Samfélagssjóði Landsbankans. Styrkurinn er veittur til endurbóta á göngustíg að fuglaskoðunarhúsi í Stórhöfða í Vestmannaeyjum.
Árið 2009 reisti Lionsklúbburinn fuglaskoðunarhúsið og þá var gerður göngustígur til bráðabirgða. Einhverjar endurbætur hafa verið gerðar á stígnum síðustu ár en það hafa orðið nokkur óhöpp á stígnum undanfarin ár og því aðkallandi að gera endurbætur á honum.
Fimmtán verkefni hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans í gær. Fimm verkefni fengu 500 þúsund krónur hvert og tíu verkefni 250 þúsund krónur hvert, samtals fimm milljónir króna. �?etta var í sjöunda sinn sem Landsbankinn veitir umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans en í ár bárust um 70 umsóknir.
Umhverfisstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar og dómnefnd leitast við að velja metnaðarfull verkefni sem hafa skýra þýðingu fyrir íslenska náttúru og vistkerfið. Styrkirnir byggja á stefnu Landsbankans um samfélagslega ábyrgð þar sem fram kemur m.a. að bankinn hyggist flétta umhverfismál, efnahagsmál og samfélagsmál saman við rekstur sinn.
Í dómnefnd sátu Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð og dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands, en hún var jafnframt formaður nefndarinnar.
Eftirtaldir hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans að þessu sinni:
500.000 kr. styrkir
Veraldarvinir – Verkefnið �??Hreinsum hringveginn�??. Veraldarvinir munu senda 12 hópa sem hver telur níu sjálfboðaliða hringinn í kringum landið til þess að hreinsa til á 90 áningastöðum og tíu friðlýstum svæðum við hringveginn.
Ferðafélaginn �?? Áframhaldandi þróun á vefsíðunni Ferðafélaginn. Markmiðið með síðunni er að auka áhuga barna á umhverfi sínu og stuðla þannig að aukinni náttúruvernd.
Blái herinn – Hreinsun á strandlengju landsins. Blái herinn er 22 ára í ár og hefur frá upphafi fjarlægt um 1.340 tonn af rusli úr náttúru Íslands. Hreinsunarverkefnin eru orðin 140 talsins.
Skógræktarnefnd Einingarinnar. Skógræktarnefndin Einingarinnar hóf árið 1918 skógrækt í Halldórsstaðaskógi í Bárðardal. Styrkurinn er veittur til að setja upp salernisaðstöðu í skóginum, koma þar upp útiborði og endurnýja girðingar og hlið í skóginum.
Landeigendafélag Bjargtanga – Landvernd í Látravík og stýring á umferða gangandi og akandi ferðamanna á svæðinu. �?tlunin er einnig að bæta aðstöðu á tjaldsvæðinu á Brunnum í Látravík og á Bjargtöngum.
250.000 kr. styrkir
Skógræktarfélag �?lafsvíkur �?? Bætt aðgengi með grisjun trjágróðurs og lagningu göngustíga í dalverpi ofan �?lafsvíkur. Einnig verða kennileiti á svæðinu merkt til að koma í veg fyrir fyrningu örnefna.
Áhugamannafélag um samgöngur í Grunnavík �?? Endurnýjung á göngubrú yfir Staðará í Grunnavík á vinsælli gönguleið um Jökulfirði.
Hið íslenska náttúrufræðifélag – Félagið heldur almenna fræðslufundi mánaðarlega þar sem íslenskir náttúruvísindamenn greina frá rannsóknum sínum og niðurstöðum. Styrkurinn er veittur til að auðvelda miðlun þessa erinda svo fylgjast megi með þeim á netinu og gera þau aðgengileg til frambúðar.
Áhugamannafélagið Pílagrímar – Félagið hefur þegar stikað stóran hluta pílagrímaleiðarinnar frá Bæ í Borgarfirði að Skálholti. Styrkurinn er veittur til að bæta og endurnýja merkingar á áningarstöðum á hinni 120 km löngu leið.
Björn Halldórsson og Gunnlaugur Sigurðsson – Uppgræðsla Valþjófsstaðafjalls og nágrennis. Markmiðið er að uppgræðslusvæðið verði sjálfbært, þ.e. að gróður drepist ekki þótt áburðadreifingu sé hætt.
Fuglavernd – Frá árinu 1997 hefur Fuglavernd endurheimt votlendi í Friðlandinu í Flóa við �?lfusá. Styrkurinn er veittur til að útbúa kynningarefni um friðlandið og þann árangur sem náðst hefur.
Lionsklúbbur Vestmannaeyja �?? Endurbætur á göngustíg að fuglaskoðunarhúsi í Stórhöfða í Vestmannaeyjum.
Diana Divileková �?? Gerð aðstöðu til endurhæfingar á slösuðum villtum fuglum. �?tlunin er að byggja 50-60 fermetra netabúr með þaki til að þjálfa og endurhæfa fuglana.
Ferðafélag Íslands �?? Gerð göngustíga og lagfæringar á eldri stígum í �?órsmörk til að bæta aðgengi ferðalanga að náttúru �?órsmerkur.
Landvernd �?? Strandhreinsunarátak sem Landvernd mun standa fyrir á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september næstkomandi.
Á myndinni eru núverandi og fráfarnandi stjórnarmenn í Lionsklúbbi Vestmannaeyja.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.