Eins og glöggir lesendur hafa jafnvel áttað sig á, þá eru þrjú ung karldýr í tíunda sæti. �?etta er ekki prentvilla því þessir peyjar eru alltaf saman, og eru eiginlega einn og sami maðurinn.
Hörku duglegir naglar sem allir eru búnir með Stýrimannaskólann og starfa allir á sjó.
Mestu líkurnar eru að finna þá í eftirpartýi. Ef ekki þar þá finnast þeir alveg pottþétt í hádeginu á sunnudegi á 900 með einn ískaldan afréttara og brakandi ferskar partýsögur.
Heyrst hefur að þeir séu byrjaðir að róast og því einstakt tækifæri til að ná sér í einn af þessum hressu Eyjapeyjum.