Sigurgeir í Skuld sem þarf vart að kynna enda búinn að vinna sig inní hjörtu allra Vestmannaeyjinga með myndum sínum. Einstakt náttúrubarn sem fær alla til að brosa með einstökum húmor og smitandi hlátri.
Honum hefur tekist það ótrúlega afrek að vera vaxinn eins og Grískt skurðgoð frá unglings aldri.
Hann er einn af orginal bjargveiðimönnum Eyjanna sem gerir hann af eftirsóttu eintaki. Á alveg tíu spræk ár eftir fyrir þær sem vilja einn með reynslu.